Gáttaþefur á jólaballi LHG

  • Jolasongur_Joli_Sveppi

Mánudagur 15. Desember 2008

Hann var fjölmennur dansinn í kring um jólatréð á jólaballi starfsmannafélags Landhelgisgæslunnar sem var haldið í flugskýli LHG á laugardag. Helga Möller og Magnús Kjartansson sáu um tónlistina en hápunktur gleðinnar var eflaust áhrifamikil koma Gáttaþefs sem hafði Sveppa sér til aðstoðar. Þeir komu á jólaballið með þyrlu Norðurflugs sem flogið var af einum þyrluflugmanna LHG.

Gáttaþefur og Sveppi stigu á svið, sungu og skemmtu börnum og fullorðnum. Að því loknu var dreginn fram poki með óvæntum glaðningi fyrir yngri kynslóðina.

Starfsmannafélagið á bestu þakkir skildar fyrir frábært jólaball.

Meðfylgjandi eru myndir sem segja meira en nokkur orð.

15.12.2008/HBS

Jola_Sveinki_kemur

Gáttaþefur kemur á jólaballið (mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

JolaSveinki_Sveppi_komagestir
Tekið á móti Sveinka og Sveppa (mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

Jola_Yfir_sal
Sveinki og Sveppi léku á alls oddi (mynd: Jón Kr. Friðgeirsson)

Jola_Sveinki_kvedur

Sveinki kveður og heldur á næsta áfangastað (mynd: Hrafnhildur Brynja)