Bátur strandar við Garð

Sunnudagur 4. Janúar 2008

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í kvöld kl. 20:07 tilkynning frá mótorbátnum Moniku GK-136 um að báturinn væri strandaður með þrjá menn um borð við sjóvarnargarðinn í Innri-Njarðvík. Samkvæmt skjám STK-kerfisins (sjálfvirka tilkynningakerfisins) í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar virtist báturinn hins vegar vera staddur við sjóvarnargarðinn í Garði.

Var björgunarsveitum Suðurness og Sandgerðis samstundis gert viðvart auk þess sem björgunarbátar Slysavarnafélagsins Landbjargar fóru á staðinn. Reyndist við eftirgrennslan báturinn vera við sjóvarnargarðinn í Garði. Var Björgunarbáturinn Njörður frá Björgunarsveit Suðurness fyrstur á staðinn kl. 20:50 og fór áhöfn Moniku um borð í bátinn.

Á staðnum var þoka, gott veður og ládautt. Björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landbjargar, Þorsteinn frá Sandgerði dró bátinn af strandstað til hafnar í Garði. Monika GK-136 er 9,7 brt., 10 metra langur mótorbátur frá Grindavík.

05.01.2009/HBS