Þrjú þyrluútköll um helgina

  • TF-EIR

Sunnudagur 18. janúar 2009

Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru sendar í þrjú útköll um helgina. Sóttur var hjartveikur maður í Stykkishólm, slasaður sjómaður um borð í togara sem staddur var um 40 sjómílur VNV af Garðskaga og slasaður vélsleðamaður var sóttur á Lyngdalsheiði.

Föstudagur 16. janúar
Neyðarlínan hefur samband við stjórnstöð LHG. Gefið samband við þyrlulækni, um var að ræða hjartveikan mann í Stykkishólm. Ákveðið var að sækja þurfi manninn með þyrlu,  TF-EIR send í útkallið.

Laugardagur 17. Janúar 2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði út þyrluáhöfn kl. 09:55 eftir að læknir í áhöfn TF-GNÁ hafði fengið upplýsingar um líðan skipverja sem slasaðist á föstudag um borð í íslenska togaranum Hrafni GK-111.

Fór þyrlan í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 11:04. Var skipverjinn kominn um borð í þyrluna kl. 11:36, talið var að hann væri ökklabrotinn. TF-GNA lenti með skipverjann á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:54 þar sem sjúkrabifreið tók á móti honum.

Sunnudagur 18. janúar 2009
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 14:16 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja slasaðan vélsleðamann á Lyngdalsheiði. Einnig voru kallaðar út tvær af björgunarsveitum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.

TF-EIR var á sama tíma á leið í reglubundið gæsluflug og fór strax á vettvang. Þyrlan var komin í loftið kl. 14:25 og var um 8 mínútur á leiðinni á slysstaðinn.

TF-EIR lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 15:20

18.01.2009/HBS