Skólaskipið Gorch Fock kemur til Reykjavíkur á fimmtudag

  • GorchFock_2006

Mánudagur 23. mars 2009

Þýska skólaskipið Gorch Fock er væntanlegt til Reykjavíkur nk. fimmtudag 26. mars kl. 10:00, mun skipið liggja við Miðbakka meðan á dvöl þess stendur. Um borð verður um 60 manna áhöfn og 145 liðsforingjaefni.

Gorch Fock er 90 m langt, 3gja mastra seglskip sem var tekið í notkun árið 1958 og hefur nokkrum sinnum áður komið til Reykjavíkur. Skipið kemur frá Bergen og heldur héðan til Belfast mánudaginn 30. mars kl 10:00.

Landhelgisgæslan var beðin um umni. vera tengiliður vegna komu skipsins og mun skipherra ásamt nánasta fylgdarliði fara í kurteisisheimsóknir til borgarstjórans í Reykjavík, hafnarstjóra, Landhelgisgæslunnar, lögreglustjórans í Reykjavík auk forstjóra Varnarmálastofnunar. Einnig er fyrirhugaður fótboltaleikur milli áhafnar skipsins og starfsfólks Landhelgisgæslunnar á laugardag.

Verður skipið opið almenningi nk. laugardag og sunnudag milli kl. 14:00 – 17:00.

230309/HBS

GF-in_See_2005_