Þjálfun hafin á nýja flugvél Landhelgisgæslunnar

Þriðjudagur 19. maí 2009

Ný Dash-8 eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar verður afhent eftir nokkrar vikur og hafa starfsmenn Landhelgisgæslunnar þegar hafið þjálfun á nýju vélina. Flugmenn hafa verið við þjálfun í Kanada þar sem flugvélin er smíðuð og innréttuð, stýrimenn hafa verið hjá sænsku strandgæslunni  en flugvirkjar hjá SAAB, sem annast viðhald á flugvélum sænsku strandgæslunnar sem eru sömu tegundar og með sama búnaði og ný flugvél Landhelgisgæslunnar.  Fundað var með Svíum og farið yfir reynslu þeirra af flugvélunum, einnig voru ræddir möguleikar á samstarfi strandgæslanna. 

Fóru stýrimenn í  fjögur, tæplega sex klukkustunda löng eftirlitsflug um hafsvæðið V-, S- og A- af Svíþjóð. Virtist þeim verklag sænsku strandgæslunnar vera mjög skilvirt og áhersla lögð á samvinnu áhafnarinnar. Flugdeild sænsku strandgæslunnar vinnur fyrst og fremst sem verkfæri til gagnaöflunar auk þess að sinna löggæslu. Ljóst er að með nýjum búnaði þarf Landhelgisgæslan að gera áherslubreytingar á verklagi um borð í flugvél sinni. Strax frá upphafi verður áhersla lögð á þróun starfsaðferða en gert er ráð fyrir að verklag sænsku strandgæslunnar verði þá notað til viðmiðunar. Að sögn Svía hafa flugvélar sænsku strandgæslunnar reynst vel og virðast gæði- og afkastageta búnaðarins vera einstaklega mikil.

190509/HBS

Dash502_i_Gautaborg

Flugvél sænsku strandgæslunnar á flugvellinum í Gautaborg

Dash_8_AFK_operator

Auðunn Kristinsson yfirstýrimaður Landhelgisgæslunnar í þjálfun

Dash_JOE_tekkar_ut_fyrir_flug

Jón Erlendsson, yfirflugvirki fer yfir tékklistann

Ahofnin_a_502_og_vid

Auðunn Kristinsson yfirstýrimaður Landhelgisgæslunnar, Friðrik Höskuldsson stýrimaður/sigmaður Landhelgisgæslunnar með áhöfn eftirlitsflugvélar sænsku strandgæslunnar