TF-LÍF sækir skipverja um 90 sml NV-af Öndverðanesi

Föstudagur 12. Júní 2009

Föstudagur 12. Júní 2009 Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á fimmtudagskvöld kl. 20:29 beiðni um aðstoð frá línuveiðiskipinu Valdimar GK-195 vegna óhapps sem varð þegar skipverjar hugðust sjósetja léttabát skipsins um 90 sjómílur norð-vestur af Öndverðanesi. Valdimar er um 600 tonn að stærð og 38 m að lengd. Læknir á þyrluvakt Landhelgisgæslunnar mat það svo að meiðsli tveggja skipverja sem voru í léttabátnum væru þess eðlis að ástæða væri til að sækja þá með þyrlu til aðhlynningar á sjúkrahúsi.

Skipstjóri Valdimars var beðinn um að halda í átt að Snæfellsnesi. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í loftið frá Reykjavík kl. 21:20 og önnur skömmu seinna til að vera til taks öryggisins vegna á Rifi á Snæfellsnesi. Fyrri þyrlan áætlaði að vera yfir Valdimar um kl. 21:30. Líðan skipverjanna tveggja var eftir atvikum góð. TF-LIF lenti með mennina tvo við Borgarspítalann kl. 00:02. Þeir voru með mögulega hryggáverka. TF-GNA lenti við BIRK kl. 00:05.

IMG_0022

Úr myndasafni LHG

120609/HBS