Sjómælingabáturinn Baldur aðstoðar skútu VSV af Garðskaga

Sunnudagur 26. júlí 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:43 föstudaginn 24. júlí CospasSarsat skeyti á 406MHz frá hollensku skútunni Shanty sem var á leið frá Grænlandi til Íslands. Sendi stjórnstöð út tilkynningu til skipa á svæðinu og reynt var að kalla skútuna en án árangurs. Var þá haft samband við togara að veiðum við 200sml mörkin SV af Reykjanesi og kl.19:09 hafði færeyski togarinn Enniberg samband og tilkynnti að skútan sé hjá þeim, með brotið mastur og orðin tæp á olíu.

Eftir að hafa fengið olíu hjá togaranum hélt skútan áfram til Reykjavíkur á um 4 sjómílna ferð og ráðgerði að vera þar eftir um 3 sólarhringa, Um borð í skútunni voru hollensk hjón á miðjum aldri. Morguninn eftir eða kl.07:40 barst skeyti frá farþegaskipi á svæðinu um að neyðarástand ríkti um borð í skútunni Shanty sem þá var staðsett 173 sjómílur VSV af Garðskaga, annar áhafnarmeðlima væri meiddur.

Ákveðið var að sjómælingabáturinn Baldur, sem var við fiskveiðieftirlit, færi á móts við skútuna. Baldur kom að skútunni kl. 22:22 um 85,5 sjómílur VSV af Garðskaga. Ekkert amaði að um borð, en skútufólkið fékk frá Baldri viðbótarolíu. Snéri Baldur síðan við og hélt til fyrri starfa við fiskveiðieftirlit, siglir nú skútan á um 6 sjómílna hraða til Reykjavíkur, er hún væntanleg til Reykjavíkur um kl. 19:00 í kvöld.

Baldur_2074.__7._agust_2007

Sjómælingabáturinn Baldur. Mynd Jón Páll Ásgeirsson

260709/HBS