Leynifélagið heimsækir Landhelgisgæsluna

Miðvikudagur 26. ágúst 2009

Landhelgisgæslan fékk í sumar heimsókn frá Leynifélaginu sem er útvarpsþáttur á Rás 1. Þátturinn er sérstaklega ætlaður börnum á aldrinum sex til tíu ára en segja má að allir aldurhópar hafi gaman af honum.´

Leynifel_Sprengj
Heimsókn til sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar

Leynifélagið hóf heimsóknina í varðskipinu Tý þar sem Pálmi Jónsson, yfirstýrimaður tók á móti þeim. Var því næst haldið í sprengjudeildina þar sem Sigurður Ásgrímsson sprengjusérfræðingur tók á móti leynifélögunum og lauk heimsókninni í flugskýli Landhelgisgæslunnar og útskýrði Þórarinn Ingi Ingason, flugstjóri starfsemi deildarinnar. Fyrsti þátturinn var á dagskrá síðastliðið þriðjudagskvöld og verða seinni þættirnir á dagskrá á næstunni.

Leynifélagið heldur fundi sína á Rás 1, á heimasíðu þáttarins segir að fundum félagsins sé útvarpað beint til félagsmanna á Rás 1. Allir sem hlusta á fundina eru meðlimir í Leynifélaginu en mælt er með því að fullorðnir hlusti með börnum.

Leynifelag_TFLIF

Í þyrlunni TF-Líf

260809/HBS