Tekinn við meintar ólöglegar veiðar

Miðvikudagur 16. september 2009

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif stóð í gær togbát að meintum ólöglegum togveiðum, undan Barða milli Önundar- og Dýrafjarðar. TF-Sif var á eftirlitsflugi úti fyrir Vestfjörðum, þegar eftirlitsbúnaður vélarinnar sýndi skip sem virtist vera nærri 12 sml. togveiðimörkunum þar sem veiðar eru bannaðar skv. lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Flogið var yfir skipið, haft samband við skipstjóra og honum tilkynnt að hann hafi verið mældur innan við leyfileg togveiðimörk. Var honum gert að hífa inn veiðarfæri og halda til hafnar þar sem mál hans yrði tekið til frekari rannsóknar. Kom skipið til Grundarfjarðar sl. nótt þar sem málið er nú í höndum Lögreglustjórans á Snæfellsnesi sem annast skýrslutöku og rannsakar málið frekar.

TFSIF_Inflight3

Mynd LHG

160909/HBS