Æfingin „Northern Challenge“ stendur yfir

Miðvikudagur 23. September 2009

Æfingin „Northern Challenge“, alþjóðleg æfing sprengjusérfræðinga stendur nú yfir , á gamla varnarliðssvæðinu við Keflavíkurflugvöll og í höfninni við Helguvík. Á æfingunni er reynt að skapa aðstæður eins raunverulegar og hægt er þar sem notaðar eru eftirlíkingar af hryðjuverkasprengjum sem fundist hafa um heim allan síðastliðin ár. Æfingin stendur yfir í tvær vikur og taka 80 sprengjusérfræðingar frá sjö þjóðum þátt í henni.

Æfingin hefur áunnið sér hlutverk innan NATO Í svo kölluðu POW ( Programme Of Work Against Terrorism) sem notað er í baráttunni gegn hryðjuverkum. Æfingin er haldin er á vegum Dómsmálaráðuneytisins, Landhelgisgæslunnar ,Varnarmálastofnunar og NATO en þetta er í áttunda skipti sem æfingin fer fram hér á landi og fer aðsóknin sífellt vaxandi.

NC_buningur0
Sprengjusérfræðingur að störfum

Frá hverri þjóð koma tveir reynslumiklir sprengjusérfræðingar sem skiptast á að fylgjast með liðunum við misjöfn verkefni. Að þeim loknum fá liðin einkunn og leiðbeiningar um hvað betur mætti fara hverju sinni. Æfingin nýtist til að halda sprengjusérfræðingum í góðri þjálfun og þeir verði betur í stakk búnir til að takast á við verkefni í heimalöndum sínum og á erlendri grundu.

NC_gestir0
Boðsgestir fá leiðsögn um æfinguna

Þær þjóðir sem tekið hafa þátt frá upphafi eru Bandaríkin, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Frakkland Holland, Noregur, Pólland, Svíþjóð, Úkraína og Þýskaland. Í ár taka Noregur, Frakkland, Þýskaland, Holland,Bandaríkin og Bretland þátt í æfingunni en jafnframt sprengjusveit Landhelgisgæslunnar. Margir aðrir aðilar frá Landhelgisgæslunni sem og öðrum stofnunum koma að æfingunni, má þar nefna þyrludeild, köfunardeild, varðskipadeild, Ríkislögreglustjóra, Slökkvilið Höfðaborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar.

NC_20
Fylgst með sprengjusérfræðingi sem notar röntgentæki til að greina sprengju.

Æfingin er einnig notuð til að þjálfa og prófa nýja starfmenn, þjálfa sjúkraflutningamenn í liðunum, prófa ný tæki og búnað og í sumum tilfellum nýtist æfingin sem lokaundirbúningur áður en teymin eru send erlendis til sprengjueyðingar - til landa eins og t.d Afganistan, Írak og Líbanon. Æfingin er haldin með styrk frá NATO en sprengjusveit LHG annast að öllu leyti undirbúning og skipulag æfingarinnar en fær til þess aðstoð frá öðrum þjóðum.

NC_bill0
Ýmsir leikmunir eru notaðir í æfingunni .

230909/HBS