Nemendur á Akureyri heimsækja varðskip

Þriðjudagur 6. október 2009

Um eitt hundrað börn frá Glerárskóla á Akureyri heimsóttu varðskipið Tý í vikunni sem leið þegar skipið var við bryggju á Akureyri. Varðskipið var statt á Akureyri í tengslum við sameiginlega björgunaræfingu sem haldin var samhliða aðalfundi strandgæslna og sjóherja á Norður Atlantshafi. Meðfylgjandi myndir tók áhöfn Týs.

TYR_077

Gaman að prófa skipherrastólinn

TYR_059

Rögnvaldur háseti skýrir út fyrir nemendum.

TYR_070

Teitur 3. Stýrim. skýrir út fyrir nemendum.

TYR_096

Haukur bátsmaður og Rögnvaldur háseti með hluta hópsins. Norska varðskipið, NOCGV ANDERNES í baksýn.
TYR_084

Alltaf gaman að skoða fallbyssuna.

TYR_088

Áhugasamir lesa bækling LHG vel.

061009/HBS