Flakið er bandaríska varðskipið Alexander Hamilton

  • AH_nedansjavarmyndavel

Föstudagur 30. október 2009

Staðfesting hefur fengist á að flak það sem fannst á hafsbotni í norðvestanverðum Faxaflóa er bandaríska varðskipið USCGC Alexander Hamilton sem sökkt var með tundurskeyti þann 29. janúar árið 1942, skipið var fyrsta skip bandaríska flotans sem var sökkt á Norður Atlantshafi eftir árásin á Pearl Harbor þann 7. desember 1941. Fyrirtækið Hafmynd sem annast hefur eftirvinnslu gagna hefur sent út niðurstöðu rannsóknarinnar sem hófst þegar olíubrák frá flakinu greindist í flugi Sifjar, eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar í byrjun júlí.

Frá upphafi var ljóst að mengunin átti upptök sín á hafsbotni. Farið var um svæðið með fjölgeislamæli sjómælingabátsins Baldurs sem sýndi þúst á hafsbotninum eða á 90 m dýpi sem var 8 m há, 97 m löng og 13 m breið. Í framhaldinu gerði Landhelgisgæslan út leiðangur í samstarfi við fyrirtækin Hafmynd Gavia og köfunarþjónustu Árna Kópssonar til að auðkenna flakið þar sem notast var við fjarstýrðan kafbát og neðansjávarmyndavél.

Sem fyrr segir er nú úrvinnslu gagna lokið, þegar þau eru borin saman við teikningar og myndir sem borist hafa frá bandarísku strandgæslunni er staðfest að flakið er Alexander Hamilton. Sjá nánar tilkynningu frá Hafmynd en heimasíðu hydro-international.com og fleiri áhugasamra mátti sjá frétt vegna málsins.

Sjá fréttir af heimasíðu LHG í ágúst og september

AH_myndavel

Fylgst með neðansjávarmyndavél í flakinu