Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar sækir alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu

  • TFLIF_2009

Mánudagur 2. nóvember 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:52 á sunnudag beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss sem var á Holtavörðuheiði. Um var að ræða alvarlega slasaðan mann eftir bílveltu, óskað var eftir að þyrla komi til móts við sjúkrabifreið sem var á leið með hinn slasaða til Reykjavíkur.

Áhöfn þyrlu var kölluð út og fór Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar í loftið kl. 13:16. Lent var hjá sjúkrabifreið á plani norðan við Hvalfjarðargöng sjö mínútum síðar.  Var hinn slasaði  fluttur yfir í þyrluna sem lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 13:40.