Björgunarmiðstöðin hleypur til styrktar rauðum nefjum

Föstudagur 4. desember 2009

Metþátttaka var í aðventuhlaupi Björgunarmiðstöðvarinnar í Skógarhlíð sem haldið var í hádeginu. Allir þeir sem luku hlaupinu fengu rauð nef og styrktu í leiðinni Dag rauða nefsins sem haldinn er til stuðnings Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF.


Tóku um áttatíu starfsmenn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Landhelgisgæslunnar, almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra, Neyðarlínunnar og Slysavarnarfélagsins Landsbjargar þátt í hlaupinu.

Myndir Gunnar Örn Arnarson

Hlaup2009_4

Alls tóku um 80 manns þátt í Aðventuhlaupinu

Hlaup2009_5

Rauðnefjaði hjólreiðamenn fylgdu hlaupurum eftir

Hlaup2009_1

Elías Níelsson frá Slökkviliðinu, Sigurður Ásgrímsson og Marvin Ingólfsson frá
Landhelgisgæslunni sáu um skipulag og framkvæmd hlaupsins með
stuðningi Starfsmannafélags Slökkviliðsins, Starfsmannafélags
Landhelgisgæslunnar og rekstrarfélags Björgunarmiðstöðvarinnar.

Hlaup2009_3

Höskuldur Ólafsson tæknistjóri hjá Landhelgisgæslunni lenti í fyrsta sæti
í 7 km klaupi karla.

Hlaup2009_2

Jónas Þorvaldsson sprengjusérfræðingur kominn með rautt nef í tilefni dagsins