Líf í útkall á Snæfellsnes

Fimmtudagur 10. Desember 2009

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði kl. 21:58 á miðvikudagskvöld út þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að læknir á Ólafsvík óskaði eftir bráðaflutningi vegna hjartveikrar konu. Fór þyrlan í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 22:30 og var lent á Rifi kl. 23:10. Var þá konan flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið kl. 23:28. Lent var á Reykjavíkurflugvelli kl. 00:10 þar sem sjúkrabifreið sótti hana og flutti á Landspítalann.

LIF_borur

Mynd LHG