Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar

Fimmtudagur 17. desember 2009

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar áttu í vikunni saman hátíðlega jólastund í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Jólastundin er árviss viðburður starfsmanna Landhelgisgæslunnar og ómissandi þáttur í jólamánuðinum þar sem komið er saman til að hlýða á upplestur jólaguðspjallsins, gæða sér á góðgæti og óska gleðilegrar jólahátíðar.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar flutti ávarp þar sem hann ræddi stöðu Landhelgisgæslunnar sem og áhrif samdráttar á starfsemina. Mannauður innan Landhelgisgæslunnar er afar dýrmætur og reynt hefur verið af fremsta megni að halda í þá sérhæfðu reynslu og miklu þekkingu sem sé til staðar. Eins og hjá öllum öðrum í þjóðfélaginu hefur þurft að draga saman seglin en eitt er þó fullvíst; það sem Landhelgisgæslan gerir, gerir hún vel og af fyllstu heilindum.

Henning Þ. Aðalmundsson stýrimaður í flugdeild las upp úr jólaguðspjallinu og Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri afhenti starfsmönnum sem hafa fagnað merkisafmælum á árinu gjafir frá Landhelgisgæslunni og starfsmönnum hennar. Þar á meðal var Ríkharð Laxdal sem fagnaði 70 ára afmæli sínu í nóvember sl. Ríkharð hefur starfað hjá Landhelgisgæslunni í rúm 36 ár, bæði á varðskipum og við störf í landi og hefur hann ávallt sinnt störfum sínum af fagmennsku og natni.  Var hann sérstaklega heiðraður af þessu tilefni.

Var síðan boðið upp á heitt súkkulaði með rjóma, smákökur og ljúffengar brauðtertur en allt þetta reiddi Viðar Gíslasonar bryti hjá Landhelgisgæslunni fram af sinni einskæru snilld.    

Myndir Gunnar Örn Arnarson og Jón Páll Ásgeirsson   

Jol2009_Hopur_GOA

Steinvör Gísladóttir, Kristín Viktorsdóttir, Harpa Karlsdóttir, Óskar Ármann
Skúlason, Skúli Sigurbjörn Jóhannesson og Henning Aðalmundsson.

Jolasamkoma1_GOA
Georg Kr. Lárusson flytur ávarp. Mynd GOA

Jol2009_Henning_GOA
Henning Aðalmundsson stýrimaður í flugdeild les upp úr jólaguðspjallinu.
Mynd GOA

Rikhardur_GOA

Svanhildur Sverrisdóttir afhendir Ríkharði Laxdal gjöf frá Landhelgisgæslunni
Mynd GOA

Jol2009_Afmaeli_GOA

Svanhildur Sverrisdóttir starfsmannastjóri afhendir Einari K. Sigurgeirssyni gjöf, hjá þeim standa Jónas Ágústsson, aðstoðarmaður á flugvelli og Gunnar Kristjánsson háseti á Ægi. Mynd GOA

Jol2009_Tyr

Týsmennirnir Haukur Haraldsson, Jón Árni Árnason, Marvin Ingólfsson,
sprengjusérfræðingur, Andri Leifsson og Rögnvaldur K. Úlfarsson.

Jol2009_KJJ_GL

 Kristján Þ. Jónsson skipherra og Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG
Mynd JPA

Jol2009_4
Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri, Lárus Helgi Kristjánsson, flugmaður
ásamt Magnúsi Ö. Einarssyni stýrimanni í flugdeild.

Jol2009_2

 Hákon Örn Halldórsson vélstjóri og Einar Sigurgeirsson varðstjóri í stjórnstöð

Jol2009_Gylfi_Dagmar_GOA

Gylfi Geirsson forstöðumaður á aðgerðasviði og Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur. Mynd GOA

Jol2009_H_H_GOA

Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi og Henning Aðalmundsson
stýrimaður í flugdeild. Mynd GOA

Jol2009_Hufur_GOA
Kaskeiti bíða notkunar. Mynd GOA