Varðskip fær heimsókn frístundaheimilis Laugarnesskóla

Mánudagur 21. desember 2009

Varðskip Landhelgisgæslunnar fékk í morgun heimsókn átta og níu ára barna frá Frístundaheimili Laugarnesskóla. Hófst heimsóknin í þyrluskýlinu þar sem nú er geymdur ýmiss björgunarbúnaður skipsins, lá síðan leiðin upp í brú þar sem marga freistandi takka og forvitnilega skjái var að sjá. Var þá haldið niður í messa, um setustofur, vélarrúm og neðra þilfar. Endaði síðan hringferðin á þyrlupallinum þar sem meðfylgjandi mynd var tekin.

ITR_211209

Á þyrlupallinum

ITR_vel
Björn Ingvarsson yfirvélstjóri sýnir tækjabúnað í vélarrúmi

ITR_Bru

Gaman að setjast í hásætið