Þjálfunarferð skipstjórnar- og vélstjóramanna á v/s Þór.

Dagana 4.-8. janúar sóttu skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þjálfun vegna nýja varðskipsins Þór hjá Rolls-Royce í Álasundi og Bergen í Noregi.

Fyrstu tvo dagana voru allir þátttakendur í Álasundi en eftir það fóru vélstjórarnir til Bergen á námskeið hjá Bergen-Diesel vegna aðalvéla skipsins.

Á námskeiðinu í Álasundi var m.a. tekinn fyrir skrúfubúnaður skipsins og svokallað Dynamic Position kerfi (DP) sem er fyrst og fremst hugsað til að auðvelda stjórn skipsins við erfiðar og eða flóknar aðgerðir og býður upp á mikla möguleika og öryggi þar sem nauðsynlegt er að halda skipinu í sömu stöðu. Skipstjórnarmenn fengu sérstaka þjálfun á þessa kerfi sem verður áframhaldið með verklegum æfing þegar skipið kemur í rekstur. Hluti DP kennslunnar fór fram í svokölluðum hermir (simulator).

Almenn ánægja var meðal þátttakenda með námskeiðin og alveg ljóst að miklar framfarir fylgja komu þessa nýja varðskipsins Þór.


ThjalfunThor_IMG_0602

Skipstjórnar- og vélstjórnamenn með norskum kennurum.

ThjalfunThor_IMG_0600

Leitað að bilun í búnaðnum.

ThjalfunThor_IMG_0598

Stýrimenn og vélstjórar bera saman bækur sínar.

ThjalfundThor_IMG_0622

Þjálfun í hermir "simulator", norskur kennari segit til.

ThjalfunThor_IMG_0614

Fullkominn stjórn stóll prófaður.

ThjalfunThor_IMG_0055

Vélstjórar í heimsókn hjá vélaverksmiðju Rolls-Royce í Bergen

ThjalfunThor_IMG_0032

Sýnishorn af vélbúnaði Þórs hjá Rolls-Royce verksmiðjunni