Þyrluáhöfn með kynningu fyrir viðbragðsaðila á Snæfellsnesi

  • Lif1

Mánudagur 8. mars 2010

Starfsmenn St.Franciskusspítalans í Stykkishólmi, lögregla, slökkvilið og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Snæfellsnesi sátu á sunnudag kynningu hjá þyrluáhöfn Landhelgisgæslunni á starfsemi flugdeildarinnar.

Voru menn almennt mjög ánægðir með kynninguna enda er nauðsynlegt fyrir Landhelgisgæsluna að vera í góðu sambandi við þá aðila sem koma að útköllum þar sem þörf er á að kalla á þyrlu eða flugvél Landhelgisgæslunnar til aðstoðar. Um fimmtíu manns sátu kynninguna sem var haldin í tónlistarskólanum í Stykkishólmi og komu þau frá öllum kjörnum á norðanverðu Nesinu. Var heimsókninni fléttað saman við gæsluflug Lífar sem farið var um svæðið.