Flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF skiptir sköpum, - að sögn jarðvísindamanna

  • 14042010Gos1

Miðvikudagur 14. apríl 2010

Eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF lenti á Reykjavíkurflugvelli kl. 11:30 með jarðvísindamenn. Á sama tíma fór þyrlan TF-GNÁ í loftið en hún verður til taks ef á þarf að halda í námunda við gosstöðvarnar á Eyjafjallajökli.

14042010SST2

Við komu fóru jarðvísindamennirnir Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir beint á fund í Samhæfingarstöðinni með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, Rögnu Árnadóttur, dómsmálarráðherra, Georg Kr. Lárusson, forstjóra Landhelgisgæslunnar, Haraldi Johannesen, ríkislögreglustjóra, Jóni Bjartmars yfirlögregluþjóni hjá ríkislögreglustjóra og starfsfólki Almannavarna.

Að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings skiptir sköpum að hafa til afnota eftirlits- og leitarratsjá um borð í TF-SIF til að átta sig á eðli gosstöðvanna og þeim breytingum sem verða á svæðinu en framvindan hefur verið  hröð frá því gosið hófst sl. nótt.

TF-SIF fór að nýju í loftið eftir hádegi þar sem áfram verður unnið að rannsóknum á gosstöðvunum. Auk eftirlits- og leitarratsjár er hitamyndavél notuð,  sem og annar búnaður í vélinni. Upplýsingar eru síðan samhæfðar eru í tölvukerfi sem kallast MMS (Mission Managment System) en það aðstoðar við úrvinnslu og samhæfingu þeirra gagna sem safnað er. Verður unnt að endurspila allt upptekið efni af ratsjám og myndavélum auk fjarskipta meðan á flugi stendur eða að því loknu.

14042010SIFMagnusT
Vinnustöð um borð í TF-SIF, Magnús Tumi einbeittur á svip

14042010SIF
TF-SIF kemur að skýli Landhelgisgæslunnar

14042010MTumi
Magnús Tumi Guðmundsson ræðir stuttlega við áhöfn þyrlunnar fyrir fundinn í Samhæfingarstöðinni.

 

14042010Jardvis

Jarðvísindamenn koma úr flugi, fara til að vinna úr gögnum m.a. frá TF-SIF

14042010SST1

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra fara yfir gögn með aðstoðarfólki og starfsmönnum Almannavarnadeildar

14042010LHG2´

Georg Kr. Lárusson, forstjóri LHG,  Víðir Reynisson deildarstjóri Almannavarnadeildar RLS, Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar LHG og Halldór Nellett
framkvæmdastjóri Aðgerðasviðs bera saman bækur sínar.

14042010GNA

 Áhöfn TF-GNÁ klár fyrir brottför

 14042010Ahofn

Friðrik Höskuldsson yfirstýrimaður í TF-SIF ræðir við stýrimenn og flugstjóra
þyrlunnar TF-GNÁ.