TF-SIF flýgur yfir gossvæðið með vísindamenn

Sunnudagur 18. Apríl 2010

TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir gosstöðvarnar í Eyjafjallajökli í dag. Tilgangur flugsins var að athuga gang eldgossins í Eyjafjallajökli, ná radarmyndum og öðrum gögnum með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar. Með í fluginu voru jarðvísindamenn, aðrir vísindamenn sem og fjölmiðlamenn.

Við athugun á gígakerfinu í jöklinum kom í ljós að gígarnir eru enn að stækka, en virðast þó ekki hafa tengst hver öðrum enn. Höft eru á milli gíganna (gosopanna) en þau eru þó frekar þunn. Einnig eru komin fleiri göt í Gígjökul, ein 6-8 göt eru sýnileg á ratsjármyndum.

Mjög lítið rennsli er undan jöklinum og niður á Markarfljótsaura.

Gosmökkurinn reis hæst í um 12-14000 fet, frekar gráleiturallan tímann sem flogið var yfir svæðinu.

Myndir Landhelgisgæslunnar úr fluginu.

SIF_eftirlit


180420103

Gígarnir eru enn að stækka, en virðast þó ekki hafa tengst hver öðrum enn