Ægir siglir til Dakar eftir frábærar móttökur og velvilja í Las Palmas

  • 01052010IMGP0754

Mánudagur 3. maí 2010

Þriðjudagskvöldið 20. apríl síðastliðinn lagði varðskipið Ægir úr höfn í Reykjavík til sex mánaða landamæraeftirlits á vegum Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins. Haldið var sem leið liggur fyrir Garðskaga og Reykjanes og stefnan síðan sett austan við Madeira
og loks Las Palmas á Kanaríeyjum. Varðskipið lagðist þar að bryggju að morgni 29. apríl.

01052010IMGP0667

Einar H. Valson skipherra stýrir Ægi til móts við lóðsinn í Las Palmas.

Að sögn varðskipsmanna fengu þeir ótrúlega gott veður á leiðinni, fór vindhraði aldrei yfir 25 hnúta. Ekki gekk þó allt snuðrulaust fyrir sig því við Madeira kom upp bilun í gerfihnattasambandi varðskipsins. Við komu til Las Palmas tók á móti Ægi velviljuð sveit landa okkar sem allt vildu fyrir áhöfnina gera. Starfsmenn Úthafsskipa höfðu áður bent á sambandsleiðir við umboðsmenn og samstarfaðila á svæðinu. Allt stóð eins og stafur á bók og er ómetanlegt að hafa slík sambönd. Einnig komu aðilar frá Guardia Civil um borð og settu upp fjareftirlitsbúnað sem vinnur á þeirra kerfi. Enn var þó eftir að lagfæra gervihnattasamband varðskipsins og var leitað eftir aðstoð tæknimanns Kötlu Seafood Canarias, sem er með mikla starfsemi á Las Palmas. Allt kom fyrir ekki og kerfið fékkst ekki til að vinna eins og til var ætlast. Bauðst þá Þorsteinn Kristvinsson, tæknimaður Kötlu Seafood Canarias til að lána varðskipinu búnað sem hann ætti og hefði átt að fara í gömlu Akureyrina en það mætti bíða þar sem skipið er ekki tilbúið. Endanleg niðurstaða var að þiggja með þökkum gott boð Kötlumanna og skipta út búnaðinum. Var ráðist í það verk að morgni 30. apríl og lauk verkinu um kl. 23:00 þá um kvöldið.

01052010IMGP0754

Ægir í höfn á Kanaríeyjum

Þá höfðu Þorsteinn, tæknimaður Kötlu Seafood Canarias og aðstoðarmaður hans ásamt varðskipsmönnum lokið við að skipta um fjarskiptakúlu skipsins og allan móttökubúnað sem því fylgdi. Var Þorsteini svo í mun að allt gengi upp að hann frestaði fyrirhugaðri ferð heim til Íslands um nokkra daga. Eins og áður sagði var lokið við að prófa allar tengingar að kvöldi 30. apríl. Þar sem allt var farið að virka og vinna eðlilega var farið að huga að brottför. Landfestum var sleppt í Las Palmas þann 1. maí kl. 00:15 eftir frábærar móttökur og velvilja allra sem leitað var til og haldið áfram áleiðis til Dakar í Senegal þar sem áætluð koma er 6. maí.

0105201IMGP0677

Lóðsin kemur um borð. Marvin Ingólfsson stýrimaður tekur á móti honum.

0105201IMGP0687

Marvin, Einar og lóðsinn á leið til hafnar.

01052010IMGP0754

Ægir ber í risafarþegaskipið Independence of the seas

0105201IMGP0729

Ólafur Pálsson yfirvélstjóri tekur á móti olíu í Las Palmas.

01052010IMGP0734

Einar Hansen vélstjóri og Birkir Pétursson smyrjari tengja olíutöku slönguna.

01052010IMGP0847

Skipt um netkúlu Þorsteinn frá Katla Seafood losar um hana.

01052010IMGP0867

Tekið á móti kúlunni.

01052010IMGP0881

Hatturinn tekinn af Kúlunni

01052010IMGP0893

Kúlurnar og f.v. Rafn Sigurðsson, Sævar M. Magnússon og Óskar Á. Skúlason hásetar

01052010IMGP0907

Þorsteinn og Rafn gera skiptikúluna klára.

01052010IMGP0938

Áhöfn Ægis á Las Palmas.

01052010IMGP0942

Áhöfn Ægis á Las Palmas ásamt tengilið sínum í verkefninu Ásgrími Ásgrímssyni

01052010IMGP0970

Unnið að lokafrágang í tækjarekkanum.

01052010IMGP0975

Einar og Steini að stilla saman tæki og tól.

01052010IMGP0978

Þorsteinn tæknimaður kominn í tvo síma og með tvær tölvur