Fimmtán ár frá komu TF-LÍF

  • Lif1

Miðvikudagur 23. júní 2010

Í dag eru 15 ár liðin frá því að þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli. Hefur TF-LIF í gegnum árin margsinnis sannað gildi sitt þar sem íslensk veður hafa oft á tíðum gert áhöfn og björgunaraðilum erfitt fyrir. Bjargað hefur verið hundruðum mannslífa með þyrlunni sem kemst víða þar sem annars væri óhugsandi að ná.

TF-LIF._23._juni_1995
Fyrsta lending TF-LIF á Reykjavíkurflugvelli. Mynd Baldur Sveinsson

Í Morgunblaðinu þann 24. júní 1995 kemur fram að fjölmargir lögðu leið sína að bækistöðvum Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll, til að fylgjast með því þegar þyrlan lenti. Skömmu fyrir kl. 15 sást þyrlan yfir Reykjavík og fylgdu henni tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SIF og TF-GRO, sem höfðu flogið á móti henni. Eldri þyrlumar lentu við flugskýli Landhelgisgæslunnar,en TF-LÍF flaug yfir borgina. Kom þyrlan inn yfir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar og flaug lágt austur yflr henní, þar til hún lenti á móts við flugskýli Gæslunnar.

Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og hr. Ólafur Skúlason biskup tóku á móti TF-LÍF ásamt Þorsteini Pálssyni, dómsmálaráðherra, Hafsteini Hafsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar og áhöfn þyrlunnar, en Þorsteinn og Hafsteinn fóru um borð í Vestmannaeyjum.    Á    heimleið   var áhöfnin skipuð þeim Páli Halldórssyni,   yfirflugstjóra,   Benóný   Ásgrímssyni, flugstjóra, og flugvirkjunum  Einari  Bjamasyni og Jóni Pálssyni en áhöfnin hafði verið í þjálfun fyrir þyrluna í sjö mánuði.

Thyrlubjorgun_skip

Sigmaður sígur niður úr TF-LIF


Í viðtali segir Pál Halldórsson yfirflugstjóri að heimferðin hafi gengið vel frá upphafi til enda, en hún hafi verið löng. Lagt var af stað frá Frakklandi á fimmtudagsmorgun, áð í Skotlandi í fyrrinótt og þaðan flogið heim. „Við vorum að flýta okkur heim í tertuna," sagði yfirflugstjórinn brosandi, en að lokinni móttökuathöfninni var boðið upp á stóra tertu, sem skreytt var mynd af nýju þyrlunni. Páll sagði að þyrlan hefði reynst jafn vel á heimleiðinni og hann hefði vonað. „Þessi þyrla uppfyllir allar okkar óskir og er bylting að vissu leyti. TF-LÍ F og TF-SIF eru ólík tæki, þótt sú síðarnefnda sé fyrir löngu búin að sanna sig og falli ekki í skuggann af þessari."

Þorsteinn Pálsson, dómsmálaráðherra, sagði stóran dag vera í björgunarsögu landsins - „þegar við fögnum þeim kjörgrip sem hingað er kominn,"

TF-LIF.Langjokull

Við björgun á Langjökli

Þorsteinn rakti aðdraganda þyrlukaupanna og sagði að sumum hefði þótt biðin æði löng. Ráðherra nefndi sérstaklega að sér hefði þótt ánægjulegt að fá að taka á móti þyrlunni í Vestmannaeyjum fyrr um daginn. „Nú eru 75 ár síðan Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði forystu um að kaupa fyrsta björgunar- og eftirlitsskipið til landsins. Til þess hefur örugglega þurft kjark, dugnað og áræði. Við eigum öllum þeim, sem unnið hafa að björgunarmálum margt að þakka og nú hafa enn orðið kaflaskil. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem eiga að fara með þetta góða tæki og þeim fylgja góðar óskir allra. Eg hef fyrir satt að fyrsta tækið, sem var keypt um borð í björgunar- og eftirlitsskipið Þór hafi verið ljós og voru kaupin skýrð þannig, að ljósinu væri ætlað að draga landhelgisbrjóta út úr skugganum, en vera öðrum leiðarljós á hafinu. Ég vona að TF-LÍF verði okkur leiðarljós í björgunarmálum."

Sif_Lif_BaldurSveinsson

TF-LIF tekur á móti TF-SIF við komuna til landsins 1. júlí 2009

Björgunarþyrlan TF-LIF er í eigu íslensku þjóðarinnar auk eftirlitsflugvélarinnar TF-SIF. Þyrlan TF-GNA kom til landsins árið 2007 og er hún sömu tegundar og TF-LIF eða Aerospatiale Super Puma. TF-GNA  er leigð af fyrirtækinu Norsk Helikopter auk TF-EIR sem einnig kom til landsins 2007, hún er leigð af norska fyrirtækinu CHC Helikopter Service.