TF-GNA sækir slasaða á Kirkjubæjarklaustur

Sunnudagur 27. júní 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 23:09 á laugardagskvöld eftir að kona var stönguð af nauti við bæinn Kálfafell, sem er um 30 km. A-af Kirkjubæjarklaustri. TF-GNA fór í loftið kl. 23:36, flogið beina leið austur að Kirkjubæjarklaustri. Sjúkrabifreið flutti hina slösuðu til móts við þyrluna. Var hún undirbúin fyrir flutning og síðan flogið beina leið á Landspítalann í Fossvogi þar sem lent var kl. 01:37.