Þyrla kölluð út vegna svifdrekaslyss í Spákonufelli

Sunnudagur 27. júní 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í morgun vegna svifdreka sem brotlenti í Spákonufelli sem er fyrir ofan Skagaströnd. Einnig voru björgunarsveitir á Norðvesturlandi kallaðar út. Lenti TF-GNA skammt frá slysstaðnum kl. 11:55 þar sem þyrlulæknir kannaði ástand hins slasaða en hann var með opið beinbrot og skerta meðvitund. Var maðurinn þá undirbúinn fyrir flutning með þyrlunni sem flutti hann til Reykjavíkur. Lent var við Landspítalann kl. 13:10.