Hvenær eiga AIS tæki að vera komin í íslensk skip?

Mánudagur 6. september 2010

Talsvert hefur verið um fyrirspurnir frá sjómönnum og útgerðum um hvenær sjálfvirkt auðkenniskerfi skipa (AIS) skuli vera komið um borð í íslensk skip. Um næstu áramót eiga allir sem ferðast á A1 svæðinu að vera búin AIS og DSC-VHF talstöðvum. Þetta á við um allan íslenska flotann þar sem fyrst er siglt á A1 svæðinu og síðan taka ytri svæðin við.

Landhelgisgæslan vekur athygli á tilkynningu sem birtist nýverið á heimasíðu Siglingastofnunar vegna þessa. Smellið hér til að birta tilkynninguna.

Stjornstod2
Varðstjórar Landhelgisgæslunnar að störfum í stjórnstöð.

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar annast vöktun og viðbragð allra eininga Landhelgisgæslunnar. Er stjórnstöð leitar og björgunar á hafinu og jafnframt vaktstöð siglinga, skv. samningi við Siglingastofnun. Það gerir hana að samhæfingar- og þjónustuaðila fyrir alla starfsemi Landhelgisgæslunnar (single point of contact); tekur á móti og miðlar öllum upplýsingum frá sjófarendum, boðar alla viðbragðsaðila á sjó í útköll, samhæfir verkefni þeirra og sér um fjarskipti við þá.