TF-GNA tekur þátt í leit að gangnamanni

  • GNA_BaldurSveins

Sunnudagur 12. september 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA tekur nú þátt í leit að gangnamanni sem saknað hefur verið frá í morgun. Björgunarsveitarmenn og þrír leitarhundar fóru með þyrlunni sem fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli kl. 20:30.

Um er að ræða mjög stórt leitarsvæði á Skaga sem er á milli Húnaflóa og Skagafjarðar. Er þyrlan útbúin hitamyndavél sem vonast er til að komi að góðum notum við leitina.

Mynd Baldur Sveinsson