Ægir og Sif koma til landsins eftir langa fjarveru

  • SIF_Perlan

Þriðjudagur 26. október 2010

Fagnaðarfundir voru við flugskýli Landhelgisgæslunnar í dag þegar TF-SIF lenti á Reykjavikurflugvelli eftir um tveggja sólarhringa ferðalag frá Dakar í Senegal. Flugvélin hefur frá 23. ágúst sinnt eftirliti við strendur Senegal fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Um 20 starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafa skipst á að sinna eftirliti TF-SIF, þ.e. áhafnir flugvélarinnar, flugvirkjar, flugumsjónarstarfsmenn og starfsmenn sem hafa verið staðsettir í stjórnstöðvum Frontex í Madrid og á Kanaríeyjum. Einnig hafa fjölmargir starfsmenn á Íslandi komið að verkefninu með einum eða öðrum hætti.

Varðskipið Ægir er væntanlegt til landsins á morgun en skipið hefur frá byrjun maí sinnt verkefnum fyrir Frontex. Var Ægir fyrst staðsettur við strendur Senegal en í júlí sigldi varðskipið til Almería á Spáni og hefur frá þeim tíma sinnt eftirliti á Miðjarðarhafi.

Mikil ánægja hefur verið með störf starfsmanna Landhelgisgæslunnar sem hafa með verkefninu farið í gegnum heilmikla og verðmæta þjálfun sem mun án efa koma sér vel í framtíðinni.

26102010Sif_IMG_1499

Margir starfsmenn og fjölskyldur starfsmanna voru viðstaddar komu TF-SIF


26102010SIF_IMG_1487
TF-SIF lent

26102010Sif_IMG_1511
´Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar býður Hafstein
Hreiðarson flugstjóra velkominn til landsins.

26102010_Sif_IMG_1506
Benóný Ásgrímsson flugstjóri býður Friðrik Höskuldsson, stýrimann og
Marion Herrera flugmann velkomin.