Dóms- og mannréttindaráðherra heimsækir björgunarmiðstöðina

Mánudagur 1. nóvember 2010

Ögmundur Jónasson, dóms- og mannréttindaráðherra heimsótti í morgun Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Halldór B. Nellett framkvæmdastjóri aðgerðasviðs tóku á móti ráðherra fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Meðal annars var heimsótt stjórnstöð Landhelgisgæslunnar þar sem Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður stöðvarinnar sagði frá helstu verkefnum og því sem efst var á baugi á helgarvaktinni. Við lok heimsóknarinnar söfnuðust fulltrúar allra viðbragðsaðila saman í Samhæfingarstöðinni þar sem Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra kynnti starfsemi stöðvarinnar.

OJHeimsoknIMG_0553

Ásgrímur L. Ásgrímsson yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar,
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Ögmundur Jónasson,
dóms- og mannréttindaráðherra ásamt Haraldi Johannesen, ríkislögreglu-
stjóra.

OJHeimsoknIMG_2681

OJHeimsoknIMG_2692
Kaffi og spjall að lokinni hringferð um björgunarmiðstöðina.

Myndir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir og Jón Páll Ásgeirsson.