Rjúpnaeftirlit í samstarfi við lögreglu

  • Lif1

Mánudagur 15. nóvember 2010

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór nýverið til rjúpnaveiðieftirlits ásamt lögreglunni í Ólafsvík. Lögregluembættin í landinu annast eftirlit með rjúpnaskyttum meðan á veiðum stendur og nýtur til þess aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar. Við eftirlitið var lent hjá veiðimönnum, farið yfir skotvopnaleyfi þeirra, byssur og skotfæri. Einn maður var án skotvopnaleyfis og var því byssa hans gerð upptæk ásamt skotum.

Eftirlit sem þetta er fellt inn í annað eftirlits- og æfingaflug Landhelgisgæslunnar. Er það nauðsynlegur þáttur í veiðitímabilinu, fyrirbyggjandi og veitir ákveðið aðhald meðan á veiðum stendur. Geta veiðimenn átt von á lögreglu til eftirlits bæði úr lofti á landi og þar með truflað þá við meint ólöglegt athæfi. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar eru veiðimenn hvattir til hófsamra veiða en rjúpnaveiðar eru eingöngu heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga, frá og með 29.október til og með 5.desember.

Sjá fleiri myndir og vídeó á heimasíðu Umhverfisráðuneytisins.

Myndir Guðmundur H. Guðmundsson.

TFLIF_3Rjupnaeftirlit13112010

Stýrimaður/sigmaður kallar á þyrluna að loknu eftirliti

TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

TF-LÍF kemur og sækir eftirlitsmenn lögreglu og landhelgisgæslunnar

TFLIF_2Rjupnaeftirlit13112010

Lögregla, þyrlulæknir og stýrimaður/sigmaður þyrlunnar lentir að nýju og
halda til stöðufundar