Árangursríkt eftirlit með rjúpnaveiðum

  • TFLIF_1Rjupnaeftirlit13112010

Föstudagur 19. nóvember 2010

Lögreglan í Borgarnesi óskaði í dag eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslu Íslands eftir að þeim höfðu borist nokkrar ábendingar um rjúpnaveiðimenn innan umdæmis þeirra sem ekki fylgdu reglum sem eru í gildi um rjúpnaveiðar.

Á sama tíma var þyrla Landhelgisgæslunnar á leið í fjallaæfingu og var því ákveðið að samnýta verkefni landhelgisgæslu og lögreglunnar. Lögreglumaður úr Borgarnesi var tekinn um borð í þyrluna og farið var til eftirlits um umdæmið. Var eftirlitið mjög árangursríkt, nokkrir veiðimenn voru staðnir að meintum ólöglegum veiðum innan umdæmisins og var gripið til viðeigandi ráðstafana af hálfu lögreglunnar vegna þess.