TF-LÍF kölluð út vegna fæðingar fyrir tímann

Landhelgisgæslunni barst kl. 19:56 á föstudagskvöld beiðni um þyrlu frá sjúkrahúslækni í Vestmannaeyjum vegna fyrirburafæðingar. Einnig  var óskað eftir að þyrlan kæmi með hitakassa og fæðingarlækni frá Landspítalanum.  Þyrluvakt var kölluð út og fór þyrla LandhelgisgæslunnarTF-LÍF í loftið kl. 20:58. Lenti TF-LÍF á flugvellinum í Vestmannaeyjum kl. 21:35. Farið var að nýju í loftið frá Vestmannaeyjum kl. 22:45 og lenti TF-LÍF við skýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 23:25 þar sem tveir sjúkrabifreiðar biðu og fluttu móður og barn á Landspítalann.