Við eftirlitsflug þyrlu sást flak NV við Landeyjarhöfn

  • Dragor

Við eftirlitsflug þyrlu Landhelgisgæslunnar í vikunni sem leið kom áhöfn þyrlunnar auga á skipsflak sem sást grafið í sandinn NV við Landeyjarhöfn. Mynd var tekin af flakinu og grennslast fyrir um uppruna þess. Leiddi sú rannsókn í ljós að um er að ræða skipsflak danska flutningaskipsins DRAGÖR (fjórmastra seglskip) sem strandaði á Bakkafjöru í desember árið 1920 eða fyrir réttum 90 árum síðan. Var skipið á leið frá Kaupmannahöfn til Ísafjarðar með engar vörur um borð .

Hér eru nánari upplýsingar um flakið og staðsetningu þess.

Dragor_Mynd-1

Við mælingu kom í ljós að stysta vegalengd til sjávar er í dag 410 metrar en Markarfljót flæddi að skipinu og gróf undan því í kring um 1960, sjá mynd á blogg síðu Tryggva Sigurdssonar http://batarogskip.123.is/album/default.aspx?aid=162987 . Á síðu hans má einnig sjá upplýsingar og myndir sem teknar voru nýverið á slóðinni....  http://batarogskip.123.is/