Léleg veiði á úthafskarfaslóð á Reykjaneshrygg - níu sjóræningjaskip á miðunum

Þriðjudagur 25. apríl 2006.

Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæslunnar eru aflabrögð á úthafskarfaslóð á Reykjaneshrygg fremur dræm og aðeins var einn íslenskur togari á slóðinni í gærmorgun. Flestir voru íslensku togararnir 6 talsins í síðustu viku.

Samkvæmt síðasta yfirliti voru 40 erlendir togarar tengdir úthafskarfaveiðum á veiðislóð, á siglingu í efnahagslögsögunni eða í höfn á Íslandi.  Fimmtán þeirra eru frá Rússlandi,  fjórir spænskir, níu svokölluð sjóræningjaskip og einn frá hverju eftirtaldra landa: Litháen, Lettlandi, Portúgal, Noregi, Færeyjum, Grænlandi og Þýskalandi.

Það er lögum samkvæmt óheimilt að veita sjóræningjaskipum þjónustu í íslenskum höfnum en svo eru skipin kölluð sem veiða á fiskveiðistjórnunarsvæði Norðaustur-Atlantshafsráðsins án veiðiheimilda og kvóta.  Sjóræningjaskipin sem skráð eru í Georgíu heita: Carmen, Dolphin, Eva, Isabella, Juanita, Pavlovsk, Rosita og Ulla. Eitt sjóræningjaskip er skráð í Hondúras og heitir Santa Nikolas.

Sjá meðfylgjandi myndir sem áhöfn varðskipsins Ægis tók á hryggnum við eftirlit nú í apríl.  

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Það gefur á bátinn á Reykjaneshrygg. Mynd: Halldór Benóný Nellett skipherra á varðskipinu Ægi.


Einar Örn Einarsson stýrimaður og Birgir H. Björnsson stýrimaður um borð í rússneska togaranum Omar ásamt skipstjóranum. Skipstjórinn á Omar var með allt á tæru og var vel tekið á móti NEAFC-eftirlitsmönnum Landhelgisgæslunnar í skipinu.


Einar Örn stýrimaður kannar birgðirnar um borð í rússneskum togara. Allt í góðu lagi hjá Rússunum.


Sjóræningjaskipið Ulla frá Georgíu. Mynd Halldór Benóný Nellett skipherra á varðskipinu Ægi.


Sjóræningjaskipið Santa Nicolas frá Hondúras. Mynd: áhöfn Ægis.


Sjóræningjaskipið Rosita frá Georgíu. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á varðskipinu Ægi.


Sjóræningjaskipið Pavlovsk frá Georgíu. Mynd: áhöfn Ægis.


Sigurður Óskarsson stýrimaður les sjóræningjaskipunum pistilinn.


Sjóræningjaskipið Juanita frá Georgíu. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Ægi.


Sjóræningjaskipið Isabella frá Georgíu. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Ægi.


Sjóræningjaskipið Eva frá Georgíu. Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður á Ægi.


Sjóræningjaskipið Dolphin frá Georgíu. Mynd: áhöfn Ægis.


Sjóræningjaskipið Carmen frá Georgíu. Mynd: áhöfn Ægis.