Sjómælingasvið gefur út fjögur ný sjókort

Mánudagur 28. febrúar 2011

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar gaf nýverið út fjögur ný sjókort. Þetta eru hafnakort af Þingeyri, Flateyri, Suðureyri og Súðavík. Kortin leysa af hólmi hafnauppdrætti sem eru í Leiðsögubók fyrir sjómenn við Ísland sem kom út 1991. Nýju kortin eru í mælikvarðanum 1:10.000.

K413_Thingeyri
Kort af Þingeyri nr. 413

Kortin af Þingeyri og Flateyri byggja að mestu á fjölgeislamælingum sem sjómælingabáturinn Baldur gerði 2008. Súðavíkurkortið byggir á eldri mælingum bæði frá sjómælingasviði LHG og Siglingastofnun Íslands. Hafnarkortið af Suðureyri er byggt á gögnum frá báðum stofnunum, allt frá mælingum frá 1948 til nýrra fjölgeislamælinga frá Siglingastofnun við höfnina sjálfa.

K414_Flateyri
Kort af Flateyri nr. 414

K415_Sudureyri
Kort af Suðureyri nr. 415

Unnið hefur verið að gerð nýs sjókorts í mælikvarðanum 1:100.000 af hafsvæðinu meðfram ströndum Vestfjarða, en vegna fjárskorts hefur ekki verið unnt að ljúka mælingum þar og þ.a.l. eru ekki til nýrri mælingar utan við Suðureyri og Súðavík, inni í Súgandafirði og Álftafirði.

K418_Sudavik
Kort af Súðavík nr. 418