Varðskipið Týr siglir af stað í verkefni fyrir Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins

  • cfca_logo_Page_1

2. maí 2011

Varðskipið Týr hélt í morgun úr höfn í Reykjavík en skipið mun til loka nóvembermánaðar sinna verkefnum fyrir CFCA - Fiskveiðieftirlitsstofnun Evrópusambandsins. Landhelgisgæslan útvegar tæki og áhöfn til verkefnisins en CFCA sér alfarið um fiskveiðieftirlit.

Verkefni áhafnar felast í að sigla skipinu og flytja eftirlitsmenn milli skipa.  Í áhöfn skipsins eru 17 manns en gert er ráð fyrir að allt að 10 eftirlitsmenn frá Evrópusambandinu hafi aðstöðu um borð og muni annast eftirlitið. 

TYR_verkCFCA
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar fylgist með þegar Týr
leggur frá bryggju