Sjóræningjaskip á Reykjaneshrygg

Miðvikudagur 12. apríl 2006.

Í eftirlitsflugi Synjar, Fokkerflugvélar Landhelgisgæslu Íslands, á svæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) á Reykjaneshrygg kom áhöfnin auga á þrjú svokölluð sjóræningjaskip sem skráð eru í Georgíu.  Þetta eru skipin Pavlovsk 4LNI, Dolphin 4LEQ og Ulla 4LLA.   Aðeins sást til eins þeirra að veiðum.  Það var sjóræningjaskipið Pavlovsk.

Sjá lista yfir svokölluð IUU-skip (Illegal, unreported, unregulated fishing) á heimasíðu NEAFC sem Ísland er aðili að:

http://www.neafc.org/

Listinn er undir dálkinum scheme 2006 lengst til hægri en staðfesti listinn er IUU-B list.

Skýrsla um málið ásamt myndum af skipunum er send til sjávarútvegsráðuneytisins sem kemur upplýsingunum á framfæri við aðalskrifstofur NEAFC.

Meðfylgjandi er mynd sem áhöfn Synjar tók í gær af sjóræningjaskipinu Ullu á reki inni á fiskveiðistjórnunarsvæði NEAFC á Reykjaneshrygg.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingftr.


Sjóræningjaskipið Ulla á reki úti á Reykjaneshrygg.