Fyrstir núverandi stýrimanna Gæslunnar til að útskrifast sem neyðarflutningamenn

  • LIF_borur

Nýverið útskrifuðust tveir stýrimenn Landhelgisgæslunnar, Henning Þór Aðalmundsson og Hreggviður Símonarson sem neyðarflutningamenn frá Sjúkraflutningaskólanum. Hafa þeir þar með bæði lokið grunnnámi í sjúkraflutningum EMT-Basic og framhaldsnámi sem er námskeið í neyðarflutningum EMT-Intermediet.


IMG_3868
Henning og Hreggviður ánægðir með útskriftarskýrteinin

Í ræðu sem Henning flutti við útskrift námskeiðisins sagði hann þá félaga njóta þeirra forréttinda að vera fyrstir starfsmanna LHG til að ljúka þessu námi.  Báðir starfa sem stýrimenn og sigmenn á þyrlum Landhelgisgæslunnar.  Starf  í þyrluáhöfn reynir á getu til samvinnu, snerpu og fumlausra viðbragða við oft afar erfiðar aðstæður eins og allir sjúkraflutningamenn þekkja vel.  Forsenda þess að starfa sem sigmaður á þyrlunum er að hafa lokið grunnnámi í sjúkraflutningum.  Með þeirri ákvörðun Landhelgisgæslunnar að senda nú sjúkraflutningamenn í frekara nám á þessum vettvangi hefur Landhelgisgæslan stigið skrefinu lengra í þeim tilgangi að tryggja sem best öryggi þeirra sem eru sjúkir eða slasaðir um borð í þyrlum.

IMG_3861

Hópurinn sem útskrifaðist af námskeiði í neyðarflutningum


IMG_3857

Allur hópurinn sem lauk grunn- og framhaldsnámi í neyðarflutningum.

IMG_3855
Henning flytur ræðu við útskriftina

IMG_3850
Henning tekur á móti útskriftarskírteini sínu

IMG_3852
og Hreggviður fær sitt skírteini afhent.