Björgunarþyrlan Sif sótti veikan sjómann

Sunnudagur 9. apríl 2006

 

Haft var samband við vaktstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 18:35 og óskað efitr þyrlu til að sækja veikan mann um borð í togarann Þór sem staddur var 10 sml. suður af Reykjanesi. 

Óskað var eftir aðstoð þyrlu varnarliðsins þar sem Sif, björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, var upptekin í öðru útkalli.  

Þyrla varnarliðsins fór í loftið kl. 20:20 og var komin að skipinu um korteri síðar. Ekki tókst að hífa manninn um borð.

Sif, þyrla Landhelgisgæslunnar, sem var nýkomin úr sjúkraflugi vestur af Látrabjargi, fór í loftið kl. 22:26.  Haldið var fyrir Reykjanes að skipinu og var komið að því kl. 22:55.  Sigmanni var slakað niður auk björgunarlykkju og eftir að búið var að meta ástand sjúklingsins var hann hífður um borð í þyrluna ásamt sigmanni. Þeir voru komnir um borð í þyrluna kl. 23 og var lent við Landspítala Háskólasjúkrahús kl. 23:25.

 

Dagmar Sigurðardóttir

lögfræðingur/upplýsingaftr.