Slasaður sjómaður um borð í Júlíusi Geirmundssyni sóttur með þyrlu

Sunnudagur 9. apríl 2006.

 

Þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 16:30 vegna slasaðs manns um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni ÍS sem staddur var 90 sjómílur vestur af Látrabjargi.

Þyrlan hélt af stað kl. 17:19 og var stefnan sett á Rif  þar sem taka þurfti eldsneyti áður en haldið var út á haf. Lent var á Rifi kl. 17:56 og haldið þaðan til móts við Júlíus kl. 18:15.  Komið var að skipinu kl. 18:50.  Sigmaður seig með börur niður í skipið til að búa um sjúklinginn en hann var slasaður á baki.  

Sjúklingurinn var kominn um borð í þyrluna kl. 19:05 og var lent við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 20:24.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.


Reynir G. Brynjarsson flugvirki við spilið og Þengill Oddsson læknir um borð í Sif.  Sigmaður í fluginu var Auðunn F. Kristinsson yfirstýrimaður í flugdeild.


Þyrlan yfir togaranum Júlíusi Geirmundssyni.