TF-LÍF sækir slasaðan skipverja um borð í spænskan togara

Sunnudagur 5. júní 2011

Landhelgisgæslunni barst í nótt aðstoðarbeiðni frá Medical Center í Madríd sem óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja mann sem slasaðist um borð í spænska togaranum Hermanos Grandon sem var þá staðsettur um 170 sjómílur suðvestur af Reykjavík. TF-LÍF fór í loftið kl. 07:20 og flaug beint að togaranum. Kom þyrlan að togaranum kl. 08:56, sigmaður og læknir sigu um borð og undirbjuggu sjúkling fyrir flutning. Flogið var tilbaka kl. 09:11 og lent við skýli Landhelgisgæslunnar kl. 10:22 en þar beið skjúkrabifreið og flutti hinn slasaða á sjúkrahús.

Þá óskaði lögregla eftir þyrlu Landhelgisgæslaunnar kl. 22:26 í gærkvöldi  við að sækja tvær konur  sem lentu í bílslysi á Holtavörðuheiði.  Þyrlan lenti með konurnar á Landspítalanum í Fossvogi laust fyrir miðnætti.