Veikur maður sóttur um borð í línubát

  • GNA3_BaldurSveins

Mánudagur 27. júní 2011

Landhelgisgæslunni barst kl. kl. 03:50 beiðni frá línubátnum Rifsnesi SH-44 um aðstoð læknis  vegna alvarlega veiks manns um borð. Skipið var að veiðum um 100 sml V-af Reykjanesi. 

Haldinn var símafundur með þyrlulækni sem úrskurðaði að sækja þyrfti manninn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 04:15 og fór TF-GNA í loftið kl. 05:00 og var komin á staðinn kl. 05:50. Stýrimaður seig niður í skipið og bjó um sjúkling á börum og var hann síðan  síðan hífður um borð í þyrluna. Kl. 06:04 var lagt af stað til Reykjavíkur og lent við Borgarspítala kl. 06:56.