Bandaríska skólaskipið Eagle komið til Reykjavíkur

Þriðjudagur 28. júní 2011

Bandaríska skólaskipið USCGC Eagle WIX-327 kom í morgun til hafnar í Reykjavík og verður hér á landi fram á föstudag. Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar sigldu til móts við skipið sem er á heimleið úr siglingu sem farin var í tilefni 75 ára afmælis þess.  Eagle heimsótti meðal annars Írland, England og Þýskaland og héðan heldur það til Halifax.

Eagle tilheyrir bandarísku strandgæslunni og US Coast Guards Academy sem er 4 ára heilsársskóli þar sem verðandi yfirmenn bandarísku strandgæslunnar hljóta menntun sína. Nemendur sigla hálft sumarið á Eagle og hálft sumarið á hefðbundum varðskipum, en á veturna stunda þeir háskólanám.

Eagle verður opið almenningi frá 13-19 í dag, á morgun miðvikudag frá 10-17 og á fimmtudaginn frá kl. 10-19.

Sjá myndband frá flugi TF-LÍF yfir skipinu.

Eagle1
Eagle siglir inn Faxaflóa. Mynd áhöfn TF-LÍF.

Næstkomandi föstudag siglir Eagle frá Reykjavík að Snæfellsnesi þar sem haldin verður minningarathöfn um þrjátíu bandaríska sjóliða sem týndu lífi sínu árið 1942 þegar skipið USCGC Alexander Hamilton, úr flota bandarísku strandgæslunnar, varð fyrir árás þýsks kafbáts. Íslenskir fiskimenn náðu að bjarga fjölda manns úr áhöfninni. Mun Eagle leggja krans á sjóinn þar sem eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur staðsetti flak Alexanders Hamilton.

Nánar hér.

Eagle2
Landhelgisgæslan og sjóbjörgunarsveit Slysavarnarfélagsins Landsbjargar
sigldu til móts við skipið. Mynd áhöfn TF-LÍF.

Eagle3
Mynd áhöfn TF-LÍF.

Eagle9
Mynd GBH

EagleIMG_3235
Eric C. Jones, skipherra Eagle, Ásgrímur L. Ásgrímsson, starfandi
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG og Halldór B. Nellet, skipherra, í leyfi
sem framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG. Mynd Jon Páll Ásgeirsson.

Eagle6
Eagle4
Bandaríski sendiherrann, Luis E. Arreaga-Rodas, Jón B. Guðnason og 
Halldór B. Nellett frá Landhelgisgæslunni spjalla við áhöfn Eagle.

Eagle5
Gestum boðið í skoðunarferð um skipið.

Eagle8