Kynning á dvergkafbátnum Gavia um borð í varðskipinu Óðni og sameiginleg æfing Landhelgisgæslunnar og lögreglu

Föstudagur 7. apríl 2006.

 

Nýlega hélt fyrirtækið Hafmynd kynningu á dvergkafbátnum Gavia sem fyrirtækið framleiðir. Kynningin var haldin um borð í varðskipinu Óðni. Starfsmenn sérsveitar lögreglu og sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar komu fyrir tundurduflum á botni Reykjavíkurhafnar sem kafbáturinn var látinn leita að og niðurstöður síðan skoðaðar.

 

Báturinn er útbúinn til rannsókna neðansjávar og er hægt að nýta hann í margvíslegum tilgangi. Landhelgisgæslumenn létu sig ekki vanta á kynninguna en þar voru einnig starfsmenn lögreglu og hafnaryfirvalda.

 

Í framhaldi af kynningunni nýttu kafarar Landhelgisgæslunnar og sérsveitar Ríkislögreglustjórans tækifærið og æfðu leitarköfun vegna hættulegra hluta.

 

Dagmar Sigurðardóttir                 Ásgrímur Ásgrímsson

lögfr./upplýsingaftr.                     yfirmaður vaktstöðvar siglinga

 


Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður á varðskipinu Ægi tók þessa mynd þegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar, lögreglu og hafnaryfirvalda kynntu sér nýtingarmöguleika dvergkafbátsins Gavia.