Sjúkraflutningur með TF-LÍF úr Skaftafelli

Fimmtudagur 7. júlí 2011

Um það leyti sem TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar var að ljúka verkefni í Þjóðgarðinum í Skaftafelli kl. 16:00 í dag barst beiðni frá lækni á Höfn í Hornafirði til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Óskað var eftir að þyrlan myndi sækja veika konu í Freysnes en þangað yrði hún flutt með sjúkrabíl. Þar sem þyrlan var í nágrenninu, var metið rétt að hún færi í verkefnið. Lent var Freysnesi kl. 16:18 og var konan flutt um borð í þyrluna. Fór þyrlan að nýju í loftið kl. 16:32 og lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 17:50 þar sem sjúkrabifreið beið og flutti konuna á sjúkrahús.