Forseti Litháen heimsækir Samhæfingarstöð ásamt forseta Íslands

Föstudagur 26. ágúst 2011

Forseti Litháens dr. Dalia Grybauskaitė og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, ásamt fylgdarliði, heimsóttu í morgun björgunarmiðstöðina við Skógarhlíð.  Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri og Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur og  Kjartan Þorkelsson, sýslumaður á Hvolsvelli tóku á móti forsetanum og kynntu fyrir honum m.a. starfsemi samhæfingarstöðvar, rannsóknir vísingamanna og aðgerðir vegna eldgosa. Einnig var gengið í gegnum vaktstofu 112, stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Fjarskiptamiðstöð lögreglunnar.

Markmið heimsóknarinnar var að kynna fyrir forsetanum öflugt kerfi viðbragðsaðila hér á landi sem byggst hefur upp og þróast á undanförnum árum. Þá, reynslu sem fengist hefur með náttúruhamförum og áföllum síðastliðinna ára, mikilvægi áætlana og samhæfingar þeirra sem koma að málum.

Heimsokn1
Tekið á móti gestum

Heimsokn3
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Haraldur Johannesen,
ríkislögreglustjóri, Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt  Forseti Litháens dr. Dalia Grybauskaitė.

Heimsokn4
Ásgrímur L. Ásgrímsson, yfirmaður stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar
útskýrir helstu hlutverk og virkni stjórnstöðvarinnar.

Heimsokn5
Víðir Reynisson, deildarstjóri Almannavarnadeildar býður gesti velkomna í Samhæfingarstöð.

Heimsokn6?
Magnús Tumi Guðmundsson, jarðfræðingur kynnir rannsóknir vísindamanna.

Heimsokn7
Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ræðir við forseta

Heimsokn8
Fylgst með kynningum

Heimsokn9
Haldið á næsta viðkomustað

Heimsokn11
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri
fylgdu gestum úr hlaði