TF-LÍF sækir veikan sjómann

  • P5310014

Laugardagur 10. september 2011

Þyrla Landhelgisgæslunni var kölluð út kl. 15:40 í dag vegna alvarlegra veikinda um borð í togara sem staddur var um 50 sml Austur af landinu. Aðstoðarbeiðnin barst í gegnum Neyðarlínuna og eftir samráð skipstjóra við þyrlulækni var ákveðið að kalla út TF-LÍF. Tók skipið strax upp veiðarfæri og stefndi til lands.

Er skipið nú í nágrenni Neskaupstaðar og verður þyrlan komin að skipinu um kl. 19:00. Verður skipverjinn fluttur á Egilsstaði þar sem sjúkraflugvél tekur við honum og flytur hann á sjúkrahús á Akureyri eða í Reykjavík.