Týr 31 árs

Fimmtudagur 30. mars 2006.

Síðastliðinn föstudag var liðið 31 ár frá því að varðskipið Týr kom í fyrsta sinn til Reykjavíkur. Af því tilefni buðu skipherra og áhöfn Týs samstarfsfélögum hjá Landhelgisgæslunni í vöfflukaffi. 

Þetta var gott tækifæri fyrir starfsfólk Landhelgisgæslunnar að sjá Tý í upprunalegri mynd því skipinu verður siglt til Póllands í næsta mánuði þar sem breytingar og endurbætur verða gerðar á því.

Jón Kr. Friðgeirsson bryti lét sér ekki nægja að töfra fram vöfflur handa öllum gestunum, hann sá einnig um myndatöku í boðinu.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

 


Sigurður Steinar Ketilsson skipherra í kvennafans fyrir utan skipherrakáetuna. Þóra Sif Sigurðardóttir fulltrúi á rekstrarsviði og Eygló Ólöf Birgisdóttir launafulltrúi mættar í vöfflukaffi.


Georg Kr. Lárusson forstjóri, Sólmundur Már Jónsson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Ólafur Valur Sigurðsson fyrrverandi skipherra á Tý og Gylfi Geirsson forstöðumaður fjarskiptaþróunar og fjareftirlitsdeildar LHG ræða málin í skipherrakáetunni.

Ragnhildur Magnúsdóttir gjaldkeri, Inga Hanna Guðmundsdóttir starfsmannastjóri, Arnbjörg Gunnlaugsdóttir bókari, Kristján Þ. Jónsson framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Steinvör I. Gísladóttir ritari forstjóra og Ólafur Valur Sigurðsson skipherra.


Starfsmenn gæða sér á vöfflum í borðsal Týs.