Útboð hafin á endurbótum raflagna í byggingum Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli

Fimmtudagur 13. október 2011

Framkvæmdir við endurbætur raflagna í byggingum sem Landhelgisgæslan hefur umsjón með innan öryggissvæðis á Keflavíkurflugvelli hafa verið í undirbúningi og eru útboð hafin á fyrstu áföngum. Var 1. áfangi auglýstur til útboðs 10 september 2011 og 2. áfangi auglýstur til útboðs 24. september 2011. Tekið hefur verið tilboði í 1. áfanga og tilboð í 2. áfanga eru til yfirferðar.

Við undirbúning útboðs var ákveðið að nýta raflagnir, ljós og annan búnað eins og kostur væri en það kallar á meiri vinnu og meiri mannskap. Einnig var ákveðið að skipta endurbótunum upp í smærri verkáfanga og þannig flýta fyrir að framkvæmdir gætu hafist.  Áhersla á mannaflsfrekt viðhald og mörg smærri verk í stað eins stór ætti að gagnast smærri sem stærri fyrirtækjum og auka verkefni atvinnu meðal rafverktaka á svæðinu.  Frekari áfangar verða boðnir út síðar í vetur og á næsta ári.

Nánari upplýsingar eru á verkefniskynningu Framkvæmdasýslu ríkisins. Verkkaupi er Landhelgisgæsla Íslands. Hönnun annaðist Rafmiðstöðin sf. Umsjón með framkvæmdunum hefur Framkvæmdasýsla ríkisins, verkefnastjóri er Sigurður Norðdahl hjá FSR, eftirlit hefur Gunnar Sigurðsson hjá FSR.