Áhöfn varðskipsins Þórs boðið að sjá Þór

  • ThorPlakat-b

Mánudagur 31. október 2011

Áhöfnin á varðskipinu Þór fékk um helgina gefins boðsmiða á íslensku tölvuteiknimyndina um þrumuguðinn Þór frá framleiðanda myndarinnar CAOZ hf. Teiknimyndin Hetjur Valhallar – Þór var heimsfrumsýnd  14. október síðastliðinn og hefur hún hlotið fádæma lof gagnrýnenda.

Í bréfi til Sigurðar Steinars Ketilssonar og áhafnarinnar frá CAOZ segir m.a.:  „Þar sem þið hafið verið lengi á sjó við að flytja varðskipið Þór heim, þá langaði okkur, í tilefni af heimkomu ykkar, að færa þér og öðrum áhafnarmeðlimum tvo boðsmiða hverju á sýningu í þrívídd í kvikmyndahúsi að ykkar vali. Við vonum að ykkur líki jafnvel við þann teiknaða og það glæsilega varðskip sem þið færið heim til Íslands“.

Sjá bréfið frá CAOZ.